Á döfinni Verkalisti Ferilskrá Útgáfur English
Karólína
Eiríksdóttir



Tölvupóstur



Portrett: Karólína Eiríksdóttir

Í tengslum við endurupptöku óperunnar MagnusMaria eftir Karólínu Eiríksdóttur í Stadsteater í Stokkhólmi og Þjóðaróperunni í Helsinki, munu Ásgerður Júníusdóttir mezzósópran, sem syngur eitt aðalhlutverkanna í óperunni og Tinna Þorsteinsdóttir píanóleikari, efna til tónleika í báðum borgum með verkum Karólínu. Frumfluttur verður m.a. nýr sönglagaflokkur: Draumkvæði úr Suðurhöfum, sem Karólína samdi fyrir þær stöllur við nýjan, samnefndan ljóðabálk eftir Sjón. Fyrstu tónleikarnir verða í Norsku kirkjunni í Stokkhólmi þann 29. nóvember og síðari í Íslenska sendiráðinu í Helsinki á Fullveldisdaginn 1. desember.


Magnus Maria í Þjóðaróperunni í Helsinki

Óperan Magnús María verður sýnd í Þjóðaróperunni í Helsinki.
HESINGFORS 3 DECEMBER 2016 kl. 20.00
Nationaloperan
Helsingegatan 58, 00250 Helsingfors
http://oopperabaletti.fi/sv/repertoar/magnus-maria-ooppera-oikeasta-sukupuolesta/


Magnus Maria í Stokkhólmi

Óperan Magnus Maria verður sýnd í Borgarleikhúsinu í Stokkhólmi.

STOCKHOLM 26-27 NOVEMBER 2016
Stockholms stadsteater
Kulturhuset, Sergels torg, 103 27 Stockholm


Tilnefning til Tónskáldaverðlauna Norðurlanda

Óperan Magnus Maria er tilnefnd til tónskáldaverðlauna Norðurlanda.


Hlíf Sigurjónsdóttir leikur Hugleiðingu

Hlíf Sigurjónsdóttir leikur Hugleiðingu á einleikstónleikum á Myrkum Músíkdögum.
Harpa, Norðurljós, 30. Janúar 2016


Magnus Maria á Listahátíð í Reykjavík

Óperan Magnus Maria verður flutt á Listahátíð í Reykjavík 2015.
Þjóðleikhúsið, 3. júní kl. 20.00


Lokkur Berglindar Maríu

Lokkur Berglindar Maríu Tómasdóttur á Listahátíð í Reykjavík

Kynnt verður til sögunnar nýtt en þó gamalt hljóðfæri, ríkt af sögu en þó snautt; allt eftir því hvernig á málið er litið.

Uppruna þess má rekja til Íslendingabyggða í Vesturheimi, en hljóðfærið, sem gengur undir nafninu lokkur, er eins konar afsprengi langspils og rokks. Konur munu einkum hafa leikið á lokkinn, ef til vill vegna skyldleika við gamla góða spunarokkinn sem gekk í endurnýjun lífdaga með tilkomu lokksins, fjarri heimahögum og íslenskri ull.

Verkefnið samanstendur af tónleikum þar sem frumfluttar verða nýjar tónsmíðar fyrir lokkinn eftir Karólínu Eiríksdóttur, Þórunni Grétu Sigurðardóttur og Berglindi Maríu Tómasdóttur, ásamt sýningu á hljóðfærinu og sögu þess.

Árbæjarsafn
31.maí kl 14:00 tónleikar 31.maí kl 16:00 tónleikar 07.júní kl 14:00 tónleikar 07.júní kl 16:00 tónleikar


Caregivers á Listahátíð

Myndband Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar við tónlist eftir Karólínu Eiríksdóttur við texta eftir Davide Berretta verður sýnt á Listahátíð í Reykjavík í Bíó Paradís 15. maí 2015 kl. 17.00 og 17.30. Flytjendur tónlistar eru: eru Ingibjörg Guðjónsdóttir, sópran, Matthías Nardeau, óbóleikari og Kvennakór Garðabæjar undir stjórn Ingibjargar Guðjónsdóttur.


Magnus-Maria í Óperunni í Osló

Óperan Magnus-Maria verður sýnd í Óperunni í Osló 23. maí 2015 og í Ystad í Svíþjóð 27. maí 2015.


Katrina Kammermúsíkfestival á Álandseyjum, 5.-9. ágúst 2014

Skýin fyrir einleiksselló, Eintal fyrir einleiksfiðlu og Strenglag fyrir víólu og píanó verða flutt á Katrina kammermúsíkfestivali á Álandseyjum á þrennum tónleikum 7. 8. og 9. ágúst.
http://www.katrina.ax/chamber_music.html


Magnus-Maria

Óperan Magnus-Maria verður frumflutt á Álandseyjum 15. júlí 2014.
Tónlist eftir Karólínu Eiríksdóttur, librettó eftir Katarinu Gäddnäs, leikstjóri er Suzanne Osten, dramaturg Ann-Sofie Bárány.

Óperan gerist árið 1705 og byggir á sannri sögu frá Álandseyjum og fjallar um stúlkuna Maríu, sem hafði engilfagara rödd og spilaði á nykkelhörpu. Hún fór til Stokkhólms 19 ára gömul og vann fyrir sér m.a. sem músíkant á krám, en hún brá á það ráð að klæðast karlmannsfötum og tók upp nafnið Magnús, m.a. til að fá betur borgað fyrir söng sinn.
Söngvarar: Hillevi Berg Niska (SE), Lisa Fornhammar (SE), Maria Johansson (SE), Ásgerður Júníusdóttir (IS), Therese Karlsson (ÅL), Annika Sjölund (ÅL) og Frida Josefin Österberg (ÅL) ásamt leikkonunni Andrea Björkholm (ÅL/FI).
Stjórnandi er Anna-Maria Helsing.
www.magnusmaria.ax

Frumsýning: 15. júlí í Alandica í Mariehamn kl. 19.00

Aðrar sýningar í Alandica: 17.7.2014 kl. 19.00, 18.7.2014 kl. 19.00, 19.7.2014 kl. 15.00, 19.7.2014 kl. 19.00, 20.7 kl. 15.00

JAKOBSTAD
Schaumansalen,
Köpmansgatan 10, 68600 Jakobstad
Laugardaginn 26.7.2014 kl. 19.00

STOCKHOLM
Folkoperan,
Hornsgatan 72, 118 21 Stockholm
Miðvikudaginn 30.7.2014 kl.20.00

ESBO
Esbo stadsteater, kulturcentrum
Norrskensvägen 8, Hagalund
Sunnudaginn 7.9.2014 kl. 16.00


In Vultu Solis í Helsinki

HELSINKI 9.04.2014 Helsinki Music Center, Camerata at 19:00 • DocMus-tónleikar Nr. 4 - Norræn fiðlutónlist frá 1970 - 1980 • Annemarie Åström, fiðla - Annika Palm og Lars Karlsson, píanó - Tomas Nuñez-Garcés, selló • E. Englund: Sonata fyrir fiðlu og píanó, A. Nordentoft: 2 kaflar fyrir fiðlu og píanó, A. Eliasson: In Medias fyrir einleiksfiðlu, K. Eiriksdottir: In Vultu Solis fyrir einleiksfiðlu, L. Karlsson: Arioso fyrir píanótríó

Bein útsending: www.siba.fi/video


Kvennasóló

Verk eftir fimm kventónskáld og fimm kvendanshöfunda verða flutt á 15:15 tónleikasyrpunni. Meðal verka er Skýin fyrir einleiksselló. Valgerður Rúnarsdóttir semur dans við verkið, Gunnhildur Halla Guðmundsdóttir leikur á selló.
Norræna húsið, 9. mars 2014, kl. 15:15.


Tinna á Myrkum Músíkdögum

Tinna Þorsteinsdóttir, píanóleikari flytur Partítu (2005) á einleikstónleikum á Myrkum Músíkdögum.
Harpa - Norðurljós, sunnudagur 2. febrúar 2014, kl. 13.00


Guðný á Myrkum Músíkdögum

Guðný Guðmundsdóttir, fiðluleikari flytur In Vultu solis (1980) á einleikstónleikum á Myrkum Músíkdögum.
Harpa - Norðurljós, laugardagur 1. febrúar 2014 kl. 16.00.


Nótan - Uppskeruhátíð tónlistarskóla 2013

Nemendur Tónlistarskóla Álftaness flytja Doppur, vatn og liti undir stjórn Gunnhildar Höllu Guðmundsdóttur á Uppskeruhátíð tónlistarskólanna.
Harpa - Eldborg, sunnudaginn 14. apríl 2013.


Ísland farsælda frón á Myrkum Músíkdögum

Þórarinn Stefánsson, píanóleikari flytur útsetningar íslenskra tónskálda á þjóðlaginu Ísland farsælda frón ásamt fleiri þjóðlagaútsetningum. Á efnisskránni eru m.a. útsetningar Karólínu Eiríksdóttur á Ísland farsælda frón (2012) og Liljulaginu (2002).
Harpa - Kaldalón, föstudaginn 1. febrúar, 2013 kl. 12.15.


Tónlistarskóla Álftaness á Myrkum Músíkdögum

Tónlistarskóli Álftaness 25 ára

Afmælistónleikar Tónlistarskóla Álftaness á Myrkum Músíkdögum 2013.
Á dagskrá tónleikanna flytja nemendur skólans verk eftir fjögur tónskáld búsett á Álftanesi og verk samin af nemendum. Meðal verka er Doppur, vatn og litir eftir Karólínu Eiríksdóttur, stjórnandi Gunnhildur Halla Guðmundsdóttir.
Harpa - Kaldalón, föstudaginn 1. febrúar, 2013 kl. 17.00.


Víólan og hinar ýmsu raddir

Jónína Auður Hilmarsdóttir, víóluleikari ásamt Ásgerði Júníusdóttur, mezzósópran og Ástríði Öldu Sigurðardóttur, píanóleikara frumflytur útsetningu Karólínu á Nú legg ég augun aftur. Útsetningin er gerð fyrir Jónínu í minningu móður hennar og systur.
Víólan og hinar ýmsu raddir í Þjóðmenningarhúsinu 21. nóvember 2012, kl. 20.00.


Tónlistarskóli Álftaness 25 ára

Afmælistónleikar Tónlistarskóla Álftaness í Víðistaðakirkju 3. nóvember 2012.
Á tónleikunum frumflytja nemendur skólans verk eftir fjögur tónskáld búsett á Álftanesi og verk samin af nemendum. Meðal verka er Doppur, vatn og litir eftir Karólínu Eiríksdóttur, stjórnandi Gunnhildur Halla Guðmundsdóttir.


Matthías á Helmifestivaali 2012

Matthías Nardeau flytur Óbókonsert eftir Karólínu Eiríksdóttur ásamt Kammerhljómsveit Seinäjoki, stjórnandi Tuomas Rousi.
Helmifestivaali, föstudaginn 9. mars 2012, Seinäjoki-sali.

Á hátíðinni er einnig sýnt vídeóverkið Landið þitt er ekki til eftir Ólaf Ólafsson og Libiu Castro, tónlist eftir Karólínu.
Karólína talar um eigin verk laugardaginn 10. mars.


Óbókonsert frumfluttur

Matthías Nardeau frumflytur Óbókonsert eftir Karólínau Eiríksdóttur ásamt Kammersveit Reykjavíkur undir stjórn Bernharðar Wilkinson.
Myrkir Músíkdagar, sunnudagur 29. janúar kl. 20.00.
Harpa-Norðurljós.


Íslenki saxófónkvartettinn á Myrkum Músíkdögum

Íslenski Saxófónkvartettinn, skipaður Vigdísi Klöru Aradóttur, Sigurði Flosasyni, Peter Tomkins og Guido Bäumer heldur tónleika á Myrkum Músíkdögum sunnudaginn 29. janúar, 2012, kl. 13.00. Meðal verka er Saxófónkvartett eftir Karólínu Eiríksdóttur.
Harpa-Kaldalón.


Íslensk þjóðlög í flutningi Þórarins Stefánssonar

Þórarinn Stefánsson, píanóleikri heldur tónleika með íslenskri píanótónlist í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar þriðjudaginn 6. september 2011 kl. 20.30. Meðal verka er útsetning Karólínu Eiríksdóttur á þjóðlaginu Enginn lái öðrum frekt.


Saxófónkvartett í Skálholti

Íslenski Saxófónkvartettinn, skipaður Vigdísi Klöru Aradóttur, Sigurði Flosasyni, Peter Tomkins og Guido Bäumer flytur Íslenska saxófónkvartetta á Sumartónleikum í Skálholti, sunnudaginn 31. júlí 2011. Meðal verka er Saxófónkvartett eftir Karólínu Eiríksdóttur.


Feneyjatvíæringurinn

Feneyjatvíæringurinn 2. júní - 27. nóvember 2011.
Ólafur Ólafsson og Libia Castro eru fulltrúar Íslands á Feneyjatvíæringnum árið 2011 og sýna meðal annars verkin Landið þitt er ekki til og Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands, tónlist eftir Karólínu Eiríksdóttur. Landið þitt er ekki til er frumflutt 2. júní af Ásgerði Júníusdóttur mezzósópran, David Boato trompettleikara og Alberto Mesirca gítarleikara. Flutningurinn fer fram á gondóla sem siglir um síkin. Flytjendur Stjórnarskrárinnar eru söngvararnir Bergþór Pálsson og Ingibjörg Guðjónsdóttir, Kammerkórinn Hymnodia, Tinna Þorsteinsdóttir, píanóleikari og Gunnlaugur Torfi Stefánsson, kontrabassaleikari. Stjórnandi er Eyþór Ingi Jónsson.


Guðný í Tallin

Guðný Guðmundsdóttir, fiðluleikari heldur tónleika í kammersal Tónlistarháskólans í Tallin, Eistlandi þann 19. febrúar, kl. 18. Á efnisskránni eru m.a. verkin Eintal og In vultu solis eftir Karólínu Eiríksdóttur.


Stjórnarskráin í sjónvarpi

Verkið Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands eftir myndlistartvíeykið Ólaf Ólafsson og Libiu Castro og Karólínu Eiríksdóttur, tónskáld verður sýnt í Ríkissjónvarpinu miðvikudaginn 16. febrúar 2011 kl: 22:15. Flytjendur eru söngvararnir Ingibjörg Guðjónsdóttir og Bergþór Pálsson, Kammerkórinn Hymnodia undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar ásamt Tinnu Þorsteinsdóttur, píanóleikara og Gunnlaugi Torfa Stefánssyni, kontrabassaleikara. Endursýning þann 20. feb. 2011 kl. 13:50


Stjórnarskrá lýðveldisins

Verkið Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands eftir Karólínu Eiríksdóttur og myndlistartvíeykið Ólaf Ólafsson og Libiu Castro verður flutt við opnun myndlistarsýningar í Hafnarborg laugardaginn 12. febrúar 2011, kl. 15. Flytjendur eru söngvararnir Bergþór Pálsson og Ingibjörg Guðjónsdóttir, Kammerkórinn Hymnodia, Tinna Þorsteinsdóttir, píanóleikari og Gunnlaugur Torfi Stefánsson, kontrabassaleikari. Stjórnandi er Eyþór Ingi Jónsson.
Verkið var frumflutt í Ketilhúsinu á Akureyri við opnun sýningarinnar Bæ-Bæ Ísland 15. mars 2008, en sýningin opnaði í Listasafni Akureyrar þann dag.


Hong Kong

William Lane og Tinna Þorsteinsdóttir flytja Strenglag fyrir víólu og píanó á tónleikum í The Chinese University of Hong Kong, Lee Hysan Concert Hall, Esther Lee Building, Chung Chi College, þann 9. september 2010 kl: 20.


Skýin

Samuli Peltonen, sellóleikari, leikur Skýin fyrir einleiksselló á tónleikaferð Elokuu-ensemble.
Norræna húsið, 3. ágúst 2010 kl. 20:00.


Tinna í London 17. júní

Tinna Þorsteinsdóttir, píanóleikari, heldur einleikstónleikar í The Foundling Museum í London þann 17. júní 2010 kl: 13 með íslenskri efnisskrá. Verk eftir Jón Leifs, Misti Þorkelsdóttur, Karólínu Eiríksdóttur, Hilmar Þórðarson og Þorsteinn Hauksson.


Kvennakór Garðabæjar

Kvennakór Garðabæjar flytur "Úr árstíðasöngli" á afmælistónleikum kórsins í Langholtskirkju sunnudaginn 2. maí kl. 16. Stjórnandi er Ingibjörg Guðjónsdóttir.


Ögmundur Þór í Seattle

Ögmundur Þór Jóhannesson, gítarleikari, heldur tónleika í the Nordic Heritage Museum (Mostly Nordic Chamber Music Series) þann 11. apríl 2010. Meðal verka á efnisskránni er Sónata fyrir einleiksgítar eftir Karólínu Eiríksdóttur.


Guðrún leikur Spor

Guðrún Sigríður Birgisdóttir flautuleikari leikur Spor fyrir altflautu 18. febrúar kl. 19 í Aula Nova í Pozsnan í Póllandi. Spor er skrifað fyir Guðrúnu, sem frumflutti verkið árið 2000.


Hymnodia á Myrkum

Kammerkórinn Hymnodia flytur kórverkið Blíðu við texta úr Paradísarmissi eftir Milton í þýðingu Jóns á Bægisá á tónleikum á Myrkum músíkdögum sunnudaginn 31. janúar 2010, kl 14. Tónleikastaður tilkynntur síðar. Blíða var samin fyrir tónleikaferð kórsins til Sviss haustið 2009 og frumflutt í Rúðuborg í Elliðaárdag 8. september 2009. Kórstjóri er Eyþór Ingi Jónsson.


Ögmundur Þór- frumflutningur á Íslandi

Sónata fyrir gítar verður flutt á hádegistónleikum á Myrkum Músíkdögum í Norræna húsinu, miðvikudaginn 27. janúar 2010. Ögmundur frumflutti verkið í Frakklandi í júlí 2006. Sónatan heyrist nú í fyrsta skipti á Íslandi.


Hymnodia í Rúðuborg og Sviss

Kammerkórinn Hymnodia flytur verk eftir íslenskar konur á tónleikum í Reykjavík og Sviss. M.a. frumflutningur á Blíðu eftir Karólínu Eiríksdóttur.
Rúðuborg í Elliðaárdal í Reykjavík, 8. september 2009
Martin-Luther Kirche í Zürich, 11. september.
Klosterkirche í Wettingen, 12. september.
Reformierte Kirche í Umiken, 13. september.


Caregivers í Reykjanesbæ

Myndband Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar við tónlist eftir Karólínu Eiríksdóttur við texta eftir Davide Berretta. Flytjendur The Caregivers eru Ingibjörg Guðjónsdóttir, sópran, Matthías Nardeau, óbóleikari og Kvennakór Garðabæjar undir stjórn Ingibjargar Guðjónsdóttur.
Suðsuðvestur í Reykjanesbæ, opnar 5. september 2009, sýningin stendur til 11. október.


Tríó Reykjavíkur

Nýtt verk fyrir Tríó Reykjavíkur verður frumflutt í Hafnarborg 29. mars, 2009. Verkið er samið í tilefni 20 ára afmælis tríósins. Tríó Reykjavíkur skipa: Guðný Guðmundsdóttir, fiðla, Gunnar Kvaran, selló og Peter Máté, píanó.


Gradus ad Profundum

Þórir Jóhannsson flytur Gradus ad Profundum fyrir einleikskontrabassa á þrennum tónleikum: Laugarborg, 13. mars, Dalvíkurkirkja, 15. mars og Listasafn Sigurjóns Ólafssonar 22. mars 2009.


Konur og kammermúsík - Renku

Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, þann 8. mars 2009 kl. 17:00, verða haldnir tónleikar í Þjóðmenningarhúsinu. Flutt verða kammerverk eftir níu íslensk kventónskáld: Jórunni Viðar, Þóru Marteinsdóttur, Misti Þorkelsdóttur, Karólínu Eiríksdóttur, Önnu Þorvaldsdóttur, Þuríði Jónsdóttur, Hildigunni Rúnarsdóttur, Báru Grímsdóttur og Elínu Gunnlaugsdóttur

Flytjendur: Hlín Pétursd. sópran, Bryndís Pálsd. Greta Guðnad. og Hildigunnur Halldórsd. fiðlur, Herdís Anna Jónsd. víóla, Bryndís Björgvinsd. selló, Anna Guðný Guðmundsd. og Ingunn Hildur Hauksd. píanó, Helga Björg Arnard. klarinetta, Þuríður Jónsd. flauta og Eydís Franzd. enskt horn.


Caregivers

Myndband Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar við tónlist eftir Karólínu Eiríksdóttur við texta eftir Davide Berretta. Flytjendur The Caregivers eru Ingibjörg Guðjónsdóttir, sópran, Matthías Nardeau, óbóleikari og Kvennakór Garðabæjar undir stjórn Ingibjargar Guðjónsdóttur.
Sýnt á eftirtöldum stöðum á næstunni.

FEBRÚAR
ARCO - Art Fair, Madrid - presented by Galeria Adhoc, Vigo
11th - 16th of February 2009

MARS
Biennale Cuveé - OK Center, at venue 'Arbeiterkammer', Linz
About 35 artists selected from the recent biennials of Shanghai,
Seoul, Gwangju, Liverpool, Sevilla, Taipei and Yokohama
15th March - 15th May 2009
Curated by Manray Hsu

Europe XXL - Liquid Frontiers, Tri Postal, Lille
14th March - 12th July 2009
Curated by Iara Boubnova

Solo show - Gallery Arve Opdhal, Berlin
20 March - 12 April 2009

(e)migrants with(in) - Open Space, Vienna
21st March - ? 2009
Curated by Nada Prlja

Solo show - Galleria Riccardo Crespi, Milan
22nd March - 22nd April 2009

APRIL
At your service - David Roberts Foundation Fitzrovia, London
15th April - 27th June 2009
Curated by Cylena Simonds

Invasion of Sound - Zacheta National Art Gallery, Warsaw
13th Ludwig van Beethoven Easter Festival
6th April - 14th of june 2009
Curated by Agnieszka Morawińska and François Quintin

SEPTEMBER
Generosity is the new political - Wysing Arts Centre, Cambridge
5th September - 25th October 2009
Curated by Lotte Juul Petersen


Tinna og Frank

Nýtt verk fyrir píanó og marimbu verður frumflutt á Myrkum Músíkdögum 2009.
Verkið er skrifað fyrir Tinnu Þorsteinsdóttur og Frank Aarnink. Önnur verk á efnisskránni eru eftir Önnu S. Þorvaldsdóttur, Þuríði Jónsdóttur, Áka Ásgeirsson, Pál Ivan Pálsson, Áskel Másson og Steingrím Rohloff. Laugardagur 7. febrúar 2009, kl: 17 í Hafnarborg.


Eintal

Guðný Guðmundsdóttir flytur Eintal fyrir einleiksfiðlu 19. ágúst 2008, kl. 20.30 í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar.


Njúton

Berglind María Tómasdóttir, flautuleikari og Tinna Þorsteinsdóttir, píanóleikari flytja Stjörnumuldur á tvennum tónleikum Njútons, á vegum Listasumars á Akureyri þann 25. júlí og í Reykjavík þann 27. júlí, 2008.


The Caregivers

The Caregivers er samið að beiðni myndlistardúósins Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar við texta eftir Davide Berretta. Tónverkið verður hluti myndbands þeirra á Evróputvíæringnum Manifesta 7, sem opnar í Trentino Aldo Adige á Ítalíu, 19. júlí 2008. Flytjendur The Caregivers eru Ingibjörg Guðjónsdóttir, sópran, Matthías Nardeau, óbóleikari og Kvennakór Garðabæjar undir stjórn Ingibjargar Guðjónsdóttur. Verkið fjallar um úkraínskar konur sem annast aldraða á Ítalíu, en þær eru einhvers staðar á bilinu sexhundruð þúsund til ein milljón.


Við Djúpið

Una Sveinbjarnardóttir flytur Hugleiðingu fyrir einleiksfiðlu, mánudaginn 23. júní 2008, kl. 12.10. Tónlistarhátíðin Við Djúpið, Bryggjusalur Edinbogarhússins, Ísafirði.


Guðný í Salnum

Guðný Guðmundsdóttir frumflytur nýtt verk fyrir einleiksfiðlu á tónleikum í Salnum í Kópavogi 27. mars 2008, kl. 20.00. Verkið er samið fyrir Guðnýju. Auk Guðnýjar koma fram á tónleikunum Shoshana Rudiakov, píanóleikari, Gunnar Kvaran sellóleikari og fjöldi fiðluleikara, fyrrverandi og núverandi nemendur Guðnýjar. Auk nýja verksins eru á efniskránni verk eftir Bartók, Franck, Vivaldi og Dvorak.


Frumflutningur á tónverkinu Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands.

Laugardaginn 15. mars 2008, klukkan 14:00 verður tónverkið Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands frumflutt í Ketilshúsinu í Listagilinu á Akureyri.

Verkefnið er samstarfsverkefni myndlistardúósins Libiu Castro og Ólafs Ólafsson og tónskáldsins Karólínu Eiríksdóttur. Libia og Ólafur fóru þess á leit við Karólínu að hún semdi tónverk þar sem allar 81 greinar stjórnarskrárinnar væru sungnar. Verkið er skrifað fyrir tvo einsöngvara, píanó, kontrabassa og blandaðan kór og flytjendur verksins eru: Ingibjörg Guðjónsdóttir, sópran; Bergþór Pálsson, baritón; Tinna Þorsteinsdóttir, píanóleikari; Gunnlaugur Torfi Stefánsson, kontrabassaleikari og kammerkórinn Hymnódía frá Akureyri undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar.

Með verkinu halda Libia og Ólafur áfram að rannsaka og endurspegla persónuleg og samfélagsleg málefni, blanda þeim saman og vinna á mörkum hins raunverulega og hins skáldaða og með því að snúa lagalegum grunni samfélagsins, stjórnarskránni, yfir á huglægt form lista, gefa þau fólki kost á að meta þennan lagagrunn út frá sjónarhorni þar sem segja má að annarskonar þyngdarafl sé í gildi.

Flutningurinn er liður í myndlistarsýningunni Bæ-Bæ Ísland sem opnar klukkan 15:00 í Listasafninu á Akureyri, sýningarstjóri hennar er Hannes Sigurðsson.


Sópran og píanó

Ingibjörg Guðjónsdóttir, sópran, og Valgerður Andrésdóttir, píanóleikari flytja Njólu og Sólin er runnin upp á 15:15 tónleikaröðinni í Norræna húsinu, 9. mars, 2008.


Tónleikar í París

Tónleikar í CITE INTERNATIONALE DES ARTS
18, rue de l'Hôtel de ville, 75004, Paris
Salle Edmond Michelet
26. febrúar 2008
Sónata fyrir gítar, Ögmundur Þór Jóhannesson, gítar
Flautuspil, Hafdis Vigfúsdóttir, flauta
Partíta fyrir píanó, Tinna Þorsteinsdóttir, píanó
http://www.citedesartsparis.net/


Berglind María og Tinna í Kaliforníu

Berglind María Tómasdóttir, flautuleikari, og Tinna Þorsteinsdóttir, píanóleikari leika Stjörnumuldur á tvennum tónleikum í Kaliforníu, 9. og 10. febrúar 2008. 9. febrúar á Bang on a Can Maraþoninu, Yerba Buena Center for the Arts í San Francisco og 10. febrúar í Maybeck Studios, Berkeley, CA.


Gradus ad Profundum

Þórir Jóhannsson flytur Gradus ad Profundum fyrir einleikskontrabassa á tónleikum Aþenu á Myrkum Músíkdögum í Listasafni Íslands, laugardaginn 9. febrúar 2008, kl. 18.


Myrkir Músíkdagar - Njúton

Berglind María Tómasdóttir, flautuleikari og Tinna Þorsteinsdóttir, píanóleikari frumflytja nýtt verk fyrir flautu og píanó. Iðnó, þriðjudaginn 5. febrúar, 2008.


Tinna í París

Tónleikar Tinnu Þorsteinsdóttur í Cité Internationale des Arts í París 8. janúar 2008 kl: 20.30 í Salle Edmond Michelet. Efnisskrá: Catalogue d'Oiseaux, bók V eftir O. Messiaen, Partíta eftir Karólínu Eiríksdóttur, Granit Games eftir Misti Þorkelsdóttur


Njóla

Ingibjörg Guðjónsdóttir, sópran og Tinna Þorsteinsdóttir, píanó, frumflytja verkið Njóla á samkomu í Hátíðasal Íþróttahúss Álftaness, 1. desember 2007. Textinn er úr Njólu eftir Björn Gunnlaugsson og lýsir sólkerfinu. Björn var kennari við Bessastaðaskóla . Bessastaðaskóli - vagga íslenskrar menningar, er heitið á samkomunni, en tilefnið er rúmlega 200 ára afmæli Bessastaðaskóla.


Tinna á Listahátíð

Tinna Þorsteinsdóttir frumflytur nýtt píanóverk á Listahátíð 2007.
Í Laugarborg 22. maí og í Ými 24. maí.


Konsert fyrir tvær flautur

Konsert fyrir tvær flautur verður frumfluttur á Myrkum Músíkdögum í febrúar 2007. Flytjendur verða flautuleikararnir Guðrún S. Birgisdóttir og Martial Nardeau ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands. Verkið er skrifað fyrir Guðrúnu og Martial.


Skýin - dansverk

Finnski danshöfundurinn Ulla Koivisto vinnur að kóreógrafíu við Skýin til flutnings á Helmi danshátíðinni í Seinajoki í Finnlandi dagana 15.-17. september. Dansari: Satu Rekola, sellóleikari: Samuli Peltonen.


Ný ópera

Óperan Skuggaleikur verður frumflutt 18. nóvember 2006 í Íslensku óperunni á vegum Strengleikhússins og Íslensku óperunnar.
Texti er eftir Sjón, höfundur sjónræna þáttarins er Messíana Tómasdóttir. Leikstjóri: Messíana Tómasdóttir, aðstoðarleikstjóri: Ástrós Gunnarsdóttir.
Söngvarar: Ingibjörg Guðjónsdóttir, sópran, Ásgerður Júníusdóttir, mezzósópran, Eyjólfur Eyjólfsson, tenór, Sverrir Guðjónsson, kontratenór.
Hljómsveitarstjóri: Guðni Franzson
Textinn er byggður á smásögu H. C Andersen, Skugginn.


Sónata fyrir gítar

Sónata fyrir gítar frumflutt af Ögmundi Þór Jóhannessyni 8. júlí 2006 á festival de Musique Provence –Islande. Sónata er skrifuð fyrir Ögmund.


Myrkir Músíkdagar

Sergio Puccini frumflytur Innan hringsins fyrir einleiksgítar.
Laugaborg, Eyjafjarðarsveit 9. febrúar 2006, Norræna húsið, Reykjavík, 11. febrúar 2006, kl. 15.00.


Myrkir Músíkdagar

Kammersveit Reykjavíkur flytur Sex lög fyrir Strengjakvartett, sunnudaginn 12. febrúar 2006 í Listasafni Íslands kl. 20.00.


Tríó Reykjavíkur

Sunnudaginn 9. október kl. 20:00 mun Tríó Reykjavíkur flytja verk eftir Karólínu Eiríksdóttur, Hjálmar H. Ragnarsson og Schumann á tónleikum sínum í Hafnarborg. Verkin eftir Karólínu eru Tríó og In Vultu Solis fyrir einleiksfiðlu. Tríóið skipa Guðný Guðmundsdóttir, fiðluleikari, Gunnar Kvaran, sellóleikari og Peter Máté, píanóleikari.


Portrettónleikar

Tónleikar með verkum eftir Karólínu Eiríksdóttur í Listasafni íslands 8. október 2005, kl. 17.30.

Flutt verða einleiks- og kammerverk frá tímabilinu 1992-2002.

Efnisskrá:
Renku (1992) fyrir klarinett, fiðlu, selló og píanó
Na Carenza (1993) fyrir mezzósópran, óbó og víólu
Hugleiðing (1996) fyrir fiðlu
Capriccio (1999) fyrir klarinett og píanó
Strenglag (2002) frumflutningur fyrir víólu og píanó
Miniatures (1999) fyrir klarinett, fiðlu, selló og píanó
Að iðka gott til æru (2001) fyrir mezzósópran, óbó, víólu, selló, sembal og kór

Flytjendur:
Ásgerður Júníusdóttir, mezzósópran
Matthías Birgir Nardeau, óbóleikari
Ingólfur Vilhjálmsson, klarinettleikari
Una Sveinbjarnardóttir, fiðluleikari
Guðrún Hrund Harðardóttir, víóluleikari
Hrafnkell Orri Egilsson, sellóleikari
Tinna Þorsteinsdóttir, píanóleikari
Guðrún Óskarsdóttir, semballeikari
Kammerkór Suðurlands í Skálholti
Hilmar Örn Agnarsson, kórstjóri